Skip to main content

Væringjaskálinn

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
13
X hnit
1560
Y hnit
94
Image
Skátaskáli
Skátaskálinn

Skátaskálinn var reistur í Lækjarbotnum árið 1920 af skátafélaginu Væringjum og var fyrsti skáli sem reistur var á Íslandi til útivistar. Gekk hann framan af undir nafninu Væringjaskálinn en síðar Lækjarbotnaskálinn. Skálinn er úr timbri, með langveggjum hlöðnum úr torfi og grjóti. Væringjaskálinn var fluttur í Árbæjarsafn 1962. Árið 1991 var hann gerður upp að nýju í samráði við skátahreyfinguna. Félagsskapurinn Væringjar var stofnaður árið 1913 af sr. Friðrik Friðrikssyni í nánu sambandi við KFUM.

Image
Vesturherbergi í skátaskála