Skip to main content

Suðurgata 7

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
4
X hnit
698
Y hnit
1515
Image
Suðurgata 7
Suðurgata 7

Húsið, sem stóð áður við Suðurgötu 7 í Reykjavík. Það var upphaflega reist árið 1833 af Teiti Finnbogasyni, sem var þá járnsmiður í Reykjavík. Var það eitt fyrsta íbúðarhús úr timbri sem reist var af Íslendingi í Reykjavík og sömuleiðis fyrsta húsið við Suðurgötu. Björn Hjaltested var meðal lærlinga Teits. Hann keypti járnsmiðjuna af honum árið 1859 og íbúðarhúsið nokkru síðar. Um 1870 byggði hann stærra hús, tvílyft, norðan við það eldra og áfast því. Þaki gamla hússins var þá breytt og það tengt nýja húsinu. Þannig virtust húsin að nokkru leyti vera samvaxin. Árið 1883 var eldri hlutinn hækkaður til samræmis við þann yngri. Suðurgata 7 var flutt í heilu lagi á Árbæjarsafn árið 1983.

Image
Suðurgata 7 árið 1970.
Suðurgat 7 á sínum upprunalega stað 📷 Sveinn Þórðarson
Image
Borðsofan í Suðurgötu 7 á Árbæjarsafni
Borðstofan í vesturhelmingi Suðurgötu 7

Suðurgata 7 – Reykvískt heimili um 1925 - sýning

Húsið Suðurgata 7 var reist árið 1833 en var síðar stækkað í áföngum og fékk núverandi útlit árið 1883. Húsið er gott dæmi um þau timburhús í klassískum stíl sem risu í Reykjavík á 19. öld. Í Suðurgötu 7 fáum við nú innsýn í heimilishald á tveimur ólíkum  heimilum árið 1925. Í vesturhelmingi hússins býr vel stæð borgaraleg fjölskylda sem nýtur allra nútímaþæginda á borð við rafmagn, salerni og rennandi vatn. Í austurhelmingi hússins býr ekkja sem leigir út herbergi til kostgangara, annars vegar skólapilts utan að landi og hins vegar einstæðrar móður og sonar hennar. Auk þess dregur hún björg í bú með saumaskap. Tekið skal fram að ekki er um raunverulega íbúa hússins að ræða og er markmið sýningarinnar eingöngu að gefa almenna mynd af híbýlaháttum fólks í Reykjavík á þessum tíma.

Image
Svefnherbergi í Suðurgötu 7 á Árbæjarsafni
Svefnherbergi í vesturhelmingi Suðurgötu 7