Skip to main content

Nýlenda

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
23
X hnit
680
Y hnit
690
Image
Nýlenda
Nýlenda

Nýlenda var reist árið 1883. Áður hafði þar staðið torfbær sem bar sama heiti og var gatan, Nýlendugata, kennd við það hús. Árið 1907 var búið að gera endurbætur á húsinu og byggja við það inngönguskúr. Nýlenda er steinbær, þ. e. langveggir hússins eru hlaðnir úr tilhöggnu grjóti en gaflar byggðir úr timbri. Steinbæir eru að mestu sér-reykvísk húsagerð og voru aðallega byggðir af tómthúsmönnum. Húsið hefur baðstofu og eldhús auk riss og inngönguskúrs. Nýlenda var flutt á Árbæjarsafn 1973 og er núverandi sýningu ætlað að sýna tilgátuheimili tómthúsmannafjölskyldu um það leyti sem Danakonungur, Friðrik VIII, heimsótti Ísland árið 1907.

Image
Nýlenda við Nýlendugötu
Nýlenda árið 1971, á sinni upprunalegu staðsetningu við Nýlendugötu 📷 Sveinn Þormóðsson