Skip to main content

Miðhús

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
21
X hnit
374
Y hnit
880
Image
Miðhús
Miðhús

Miðhús voru byggð árið 1897 af Jóhannesi Benediktssyni sjómanni og stóðu við Lindargötu 43a. Þar hafði áður verið torfbær með sama nafni. Á jarðhæð hússins eru þrjú herbergi, eldhús og inngönguskúr og á efri hæð eru einnig þrjú herbergi og eldhús. Þakgerð hússins er af gerð mansard þaka, öðru nafni brotaþaka, sem nýtir rishæðina betur. Miðhús var flutt á safnið árið 1974.

Image
Miðhús við Lindargötu 43 a
Miðhús á sínum upprunalega stað við Lindargötu 43a (áður 21b) 📷 Skarphéðinn Haraldsson