Skip to main content

Miðasala - Laugavegur 62

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
1
X hnit
340
Y hnit
1762
Image
Laugavegur
Laugavegur 62, afgreiðsla og safnbúð Árbæjarsafns.

Húsið stóð áður við Laugaveg 62. Það var reist af Gísla Þorkelssyni steinsmið árið 1901 og var framan af íbúðarhús, en á 20. öld varð Laugavegur ein helsta verslunargata Reykjavíkur og árið 1923 hóf nýlenduvöruverslun starfsemi í kjallara hússins, sem hafði verið hækkaður stuttu áður. Um svipað leyti varð húsið hornhús, þegar Vitastígur var lengdur til suðurs, og var því komið fyrir dyrum á horn hússins. Á 20. öld hýsti það margskonar verslunarrekstur, tóbaksverslun, bólstraraverkstæði, húsgagnaverslun og loks barnafataverslun.

Húsið var flutt á Árbæjarsafn árið 1978 og var hugsað frá upphafi sem afgreiðsla safnsins og minjagripaverslun. Núverandi kjallari hússins er ekki upprunalegur og ekki niðurgrafinn líkt og áður hafði verið.

Image
Laugavegur 62 á sínum upprunalega stað
Laugavegur 62 árið 1975 📷 Borgarskipulag