Skip to main content

Líkn - Kirkjustræti 12

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
6
X hnit
310
Y hnit
1570
Image
Líkn
Líkn - Kirkjustræti 12

Húsið við Kirkjustræti 12 gekk jafnan undir heitinu Líkn á 20. öld. Það var reist 1848 og var þá annað húsið við þá götu, á eftir Dómkirkjunni. Christian L. Møller reisti húsið sem var í fyrstu bindingshús á einni hæð með risi. Múrsteinninn sem notaður var í bindingsverkið hafði orðið afgangs við byggingu Dómkirkjunnar árinu á undan. Árið 1882 var hæð bætt ofan á húsið en í bindinginn var notuð steinsteypa, sem er með fyrstu skiptunum þar sem hún var notuð við húsbyggingu í Reykjavík. Lengst af á 19. öld bjó þar Halldór Kr. Friðriksson. Hann var alþingismaður og leiddi nefnd Alþingis sem var falið að finna nýju Alþingishúsi stað í Reykjavík. Að endingu seldi Halldór kartöflugarð sinn undir nýtt þinghús. Háskóli Íslands eignaðist húsið árið 1911 en á árunum 1941-1956 starfaði þar Hjúkrunarfélagið Líkn, sem m.a. sinnti berklaskoðun, og af því félagi dregur húsið núverandi nafn sitt. Húsið var flutt á Árbæjarsafn árið 1973.

Image
Líkn á sinni upprunalegu staðsetning við hlið Alþingishússins, tjörnin í baksýn.
Líkn - Kirkjustræti 12 milli 1950 og 1960 📷 Magnús Daníelsson