Skip to main content

Laufásvegur 31

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
8
X hnit
835
Y hnit
1675
Image
Laufásvegur
Laufásvegur 31

Húsið sem áður stóð við Laufásveg 31 var reist 1902. Það er timburhús, klætt bárujárni, og tilheyrir kynslóð sveitser-húsa sem voru flutt tilsniðinn frá Noregi á síðari hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar. Fyrsti eigandi þess var Hannes Thorarensen kaupmaður og bjó fjölskylda hans þar til 1967 þegar breska ríkið keypti húsið og gaf Árbæjarsafni en til stóð að reisa nýtt sendiráð á lóðinni. Húsið var flutt á Árbæjarsafn árið 1972 en nýtt sendiráð reis ekki fyrr en um aldamótin 2000 og þá í samvinnu við þýska sendiráðið. Húsið var upphaflega embættisbústaður borgarminjavarðar, sem var jafnframt forstöðumaður safnsins, og hefur á seinni árum verið nýtt sem starfsmannahús.

Image
Húsið við Laufásveg 31
Laufásvegur 31 árið 1965 📷 Skarphéðinn Haraldsson

Á síðari hluta 19. aldar komst það í tísku að flytja inn tilsniðin timburhús frá Noregi. Voru þau gjarnan nefnd katalóg- eða sveitserhús. Einkenni þeirra flestra er að þau voru portbyggð, þ.e. þakinu er lyft frá efsta gólfinu, um hálfan meter, og myndaðist þá meira rými á efri hæð hússins.

Húsið sem áður stóð við Laufásveg 31 er gott dæmi um slík sveitserhús. Fyrsti eigandi þess var Hannes Thorarensen kaupmaður og lengi forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Fjölskylda hans bjó í húsinu allt til ársins 1967. Breska sendiráðið festi þá kaup á húsinu og gaf Reykjavíkurborg húsið árið 1972. Til stóð að reisa nýtt sendiráð á lóðinu en það reis ekki fyrr en mikið seinna, eða um aldamótin 2000 og hýsir raunar ekki bara breska sendiráðið heldur einnig það þýska.

Eftir að húsið var flutt á Árbæjarsafn var það lengi embættisbústaður Borgarminjavarðar, sem jafnframt var forstöðumaður Árbæjarsafns og síðar Minjasafns Reykjavíkur. Frá 1989 hefur húsið verið starfsmannahús og þá jafnan hýst ráðsmann eða aðstoðarráðsmann safnsins en þeir hafa eftirlit með svæðinu utan opnunartíma.

Image
Laufásvegur gluggi