Skip to main content

Landakot - ÍR húsið

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
3
X hnit
755
Y hnit
2012
Image
Landakot
Landakot - ÍR húsið

Árið 1897 reisti kaþólski söfnuðurinn kirkju á Landakotstúni, þá fyrstu frá siðaskiptum. Kirkjan var helguð hinu heilaga hjarta Jesú. Kirkjan er dæmi um tilsniðin hús sem flutt voru frá Noregi á 19. og 20. öld. Þegar ný kirkja, Kristskirkja, var reist árið 1929 gaf kaþólska kirkjan Íþróttafélagið Reykjavíkur (ÍR) húsið, gegn því skilyrði að húsið yrði flutt til, að gatnamótum Túngötu og Hofsvallagötu. Húsið var nýtt sem íþróttahús allt fram undir aldamótin 2000 þegar Kaþólska kirkjan gerði ÍR að flytja húsið af þáverandi lóð. Til stóð að finna því stað í miðbæ Reykjavíkur en að endingu var það flutt á Árbæjarsafn árið 2004. Nú hýsir það m.a. leikfangasýninguna; Komdu að leika.

Image
Þrír drengir að leik á leikfangasýningunni
Börn að leik á leikfangasýningunni í Landakoti
Image
Gamla Landakotskirkjan og sú nýja í byggingu
Nýja kirkjan í byggingu, kirkjuklukkur fyrir nýju kirkjuna á vörubílspöllum við Túngötu. Gamla Landakotskirkjan fyrir miðri mynd

Árið 1859 keypti franskur trúboðsbiskup jörðina Landakot. Þar reis kapella árið 1860, fyrsta kaþólska guðshúsið frá siðaskiptunum á 16. öld. Árið 1897 var svo reist timburkirkja, sú sem nú er á Árbæjarsafni, á miðju Landakotstúninu, þar sem núverandi Kristkirkja stendur nú. Timburkirkjan var flutt tilsniðin frá Noregi. Árið 1929 var kirkjan gefin Íþróttafélagið Reykjavíkur (ÍR) en þá stóð til að reisa nýja steinsteypta kirkju á þeim sama stað.

Þegar ÍR fékk húsið til afnota voru sett þrjú skilyrði fyrir gjöfinni. Félagið þurfti að flytja húsið af þeim stað þar sem það upphaflega stóð, fyrir miðju Landakotstúninu, og upp á horn Túngötu og Hofsvallagötu. Annað skilyrðið var að ÍR skyldi greiða leigu fyrir lóðina og þriðja skilyrðið var að börn í Landakotsskóla myndu fá þar íþróttakennslu án endurgjalds.

Að flytja heilt guðshús var mikil framkvæmd árið 1929. Byrjað var á að lyfta kirkjunni svo koma mætti trjábolum undir hana. Höfðu bolirnir verið makaðir grút áður og ofan á var smurt grænsápu. Kirkjan var svo dregin út á Túngötu en þar voru önnur tré sem gengu þvert á hin fyrri. Byggingin var dregin því sem nam einni húsalengd á dag. Notaður var vír sem brugðið var utan um húsið og það dregið á handsnúnu spili sem fjórir menn snéru. Þegar húsið var komið upp á horn, var það dregið á steyptan kjallara sem búið var að steypa upp. Verkið tók um viku.

Á þeim 70 árum sem húsið þjónaði sem íþróttahús voru sett þar nokkur alþjóðleg met. Árið 1961 setti Vilhjálmur Einarsson heimsmet í hástökki án atrennu. Jón Þ. Ólafsson setti Norðurlandamet í hástökki með þriggja metra atrennu og Valbjörn Þorlákssons tökk 3,90 m í stangarstökki.

Húsið var flutt á Árbæjarsafn árið 2004.

Image
Maður gerir fimleikaæfingar inn í ÍR húsinu
Fimleikaæfingar í ÍR húsinu árið 1947