Skip to main content

Kornhús

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
16
X hnit
622
Y hnit
70
Image
Kornhús
Kornhúsið

Kornhúsið er annað tveggja pakkhúsa verslunarfélagsins Ørum & Wulff sem stóðu upphaflega á Vopnafirði, reist um 1820. . Kornhúsið var einkum notað fyrir innflutning, s.s. korn en gegndi öðrum hlutverkum síðar meir. Þar bjó skáldið Kristján fjallaskáld Jónsson síðustu æviár sín og andaðist í húsinu 1869. Þegar rífa átti húsin árið 1975 ákvað Þjóðminjasafn Íslands að taka þau niður og flytja til Reykjavíkur, og voru þau endurreist á Árbæjarsafni. Þjóðminjasafnið gaf safninu húsin árið 1992 í tilefni af 25 ára afmæli þess.

Image
Kornhúsið við Vopnafjarðarhöfn
Kornhúsið sést hér fyrir miðja mynd, staðsett við höfnina á Vopnafirði 📷 Hannes Pálsson
Image
Gluggi á Kornhúsi með blúndu

Almennt gegndi húsið hlutverki pakkhúss, þ.e. vöruhúss, þó eru til heimildir um að á 19. öld hafi það einnig verið notað til búsetu.  Frægasti íbúi þess er eflaust Kristján Jónsson fjallaskáld, en hann var ráðinn sem barnakennari á Vopnafirði árið 1868. Hann lést þar ári seinna.

Neðri hæð hússins hýsir tímabundnar sýningar en efri hæðin er nýtt sem funda- og veislusalur.

Image
Heimat sýning í Kornhúsi
Sýningarsalur í Kornhúsi