Skip to main content

Kjöthús

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
17
X hnit
490
Y hnit
265
Image
Kjöthúsið séð af túni
Kjöthús

Kjöthúsið er annað tveggja pakkhúsa verslunarfélagsins Ørum & Wulff sem stóðu upphaflega á Vopnafirði, reist um 1820, hitt húsið er Kornhúsið. Kjöthúsið var einkum notað fyrir útflutning, s.s. kjöt og ull en gegndi öðrum hlutverkum síðar meir. Þegar til stóð að rífa húsin ákvað Þjóðminjasafnið að taka þau niður og flytja til Reykjavíkur árið 1975, og voru þau endurreist á Árbæjarsafni. Þjóðminjasafnið gaf safninu húsin árið 1992 í tilefni 25 ára afmælis safnsins.

Image
Kornhúsið við Vopnafjarðarhöfn
Kjöthúsið við Vopnafjarðarhöfn um 1950 📷 Hannes Pálsson
Image
Húsagerð í höfuðstað
Af sýningunni Húsagerð í Höfuðstað

Kjöthúsið hýsir nú sýninguna Húsagerð í höfuðstað þar sem fjallað er um húsagerð á tímabilinu 1840-1940. Sýningin skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er sagt frá hinu sér-reykvíska byggingarlagi steinbæjanna, sem hafa hlaðna langveggi en timburgafla. Í öðrum hlutanum er fjallað um timburhús í Reykjavík og þá einkum norsku katalóghúsin, sem voru flutt til Íslands um aldamótin 1900 og settu sterkan svip á miðbæ Reykjavíkur. Í þriðja hlutanum er svo fjallað um steinsteypubyltinguna.

Á efri hæð hússins er Húsverndarstofa staðsett, ráðgjafastofa þar sem hægt er að leita upplýsinga um endurgerð eldri húsa. Viðtalstími er flesta miðvikudaga milli 15 og 17. Auk Húsverndarstofu er einnig á efri hæðinni sýningin Farfi og fegurð sem fjallar um sögu húsamálunnar.

Image
Húsverndarstofa