Skip to main content

Gullborinn

Staðsetning á korti
Númer verks (á korti)
19
X hnit
372
Y hnit
630
Image
Gullborinn
Gullborinn

Gullborinn var keyptur frá Þýskalandi árið 1922 í þeim tilgangi að bora eftir gulli. Borinn er af gerð haglabora og þótti mjög kraftmikill á sinni tíð. Hann var gefinn upp fyrir borun niður á 150 metra dýpi, en fór allt niður í 250 metra með upphaflegri borkrónu og 700 metra síðar með annarri gerð af krónu. Ekkert gull fannst og var því hætt að bora eftir tvö ár. Félagið sem stóð að leitinni seldi borinn Rafmagnsveitu Reykjavíkur og hóf hún árið 1927 borun eftir heitu vatni í tilraunaskyni við Þvottalaugarnar í Reykjavík. Tilgangurinn var að kanna möguleika á nýtingu jarðvarma annað hvort til raforkuvinnslu eða hitaveitu. Niðurstaðan varð sú að þar sem um væri að ræða laugasvæði en ekki gufusvæði hentaði vatnið best til húsahitunar. Árið 1930 var lagt vatn úr Laugardalnum í og við Austurbæjarskólann og var frárennslisvatn nýtt í Sundhöll Reykjavíkur. Borinn var fluttur á Árbæjarsafn 1977.

Image
Gullborinn við Borgartún árið 1957, drengur á snjóþrúgum
Gullborinn árið 1957 þar sem hann stendur við Borgartún. Í forgrunni er drengur á snjóþrúgum 📷 Andrés Kolbeinsson