Staðsetning á korti
              Númer verks (á korti)
              20
          X hnit
              380
          Y hnit
              1044
          Image
               
Litla bílaverkstæðið
      
    Verkstæðið er samstarfsverkefni Árbæjarsafns, Bíliðnaðarfélagsins og Félags blikksmiða og er eftirlíking af verkstæði sem stofnað var við Klapparstíg í Reykjavík árið 1918. Sýningunni í húsinu er skipt í þrjá hluta: bílaviðgerðir, bílasmíði og bílamálun. Munir á verkstæðinu eru nær allir frá Reykjavík og nágrenni og eru þeir elstu frá árinu 1913, þ.e. upphafi eiginlegrar bílaaldar á Íslandi, en þeir yngstu frá því um og eftir 1950. Sýningin var sett upp árið 2000.
Image
               
Hluti af verkstæðinu
      
    